Gerplustelpur í 2. sæti á NMJ
Gerplustúlkur mættu fullar sjálfstrausts og rúlluðu upp hverju áhaldinu á fætur öðru á Norðurlandamóti unglinga í hópfimleikum sem fram fór í Lundi í Svíþjóð í dag. Gerpla átti lið í flokki blandaðra liða og í kvennaflokki. Þær gerðu frábært gólf, keyrðu kraftmikla dýnu og enduðu svo á flugeldasýningu á trampólíni með allt lent. Þær toppuðu sig heldur betur á réttum tíma og náðu hæsta skorinu sínu í vetur 48,250 stig.
Lið Gerplu í blönduðum flokki áttu mjög gott mót. Voru með lítil mistök hér og þar en geta gengið sátt frá keppninni þar sem þau sýndu sitt besta. Besta áhaldið þeirra í dag var gólfið þar sem þau enduðu í 6. sæti en í samanlögðum stigum enduðu þau í 8. sæti. Liðið ungt og efnilegt og svona mót er bara hvatning til að gera enn betur.
Dagurinn var geggjaður, allir skiluðu sínu og það var ótrúlega gaman hjá öllum og það skiptir máli.
Eyrún – þjálfari
Stelpurnar mættu klárar til leiks og sýndu hvað í þeim býr.
Rebekka – þjálfari
Dagurinn byrjaði ótrúlega vel, við vorum strax mættar, tilbúnar í upphitun, geggjuð liðsheild, vorum enn betri í keppni og negldum þetta!
Sara María – kvennalið
Geðveik stemmning, geggjað fólk, æðislegir þjálfarar sem eru að peppa okkur svo míkið og eru mjög stoltir af okkur. Ég er sjálf svo stolt af liðinu og hverng okkur gekk.
Helen – kvennalið
Þetta var klikkuð upplifun og það skemmtilegasta sem ég hef gert. Liðinu gekk miklu betur í dag en í gær, þar sem æfingin var góð en okkur gekk virkilega vel í dag og vorum æðisleg.
Atli Fannar – blandað lið
Dagurinn var sturlaður, svo mikið stuð, geggjað pepp, við erum svo góð og flott. Stóðum okkur mjög vel í upphitun, byrjuðum mótið í dansi og vorum glæsileg þar, svo fórum við á trampólín og fiber. Vorum með fullt af lendingum og mjög fá mistök. Ég er stolt af liðinu okkar.
Rakel Vilma – blandað lið
Ég er ótrúlega stolt af liðinu okkar og hvernig okkur gekk í dag, ég er svo glöð að við séum bæði liðin úti og gaman að gera þetta saman. Fögnum í kvöld!
Sara Dís – blandað lið
Mixliðið stóð stig miklu betur í dag en á æfingu og jafnvel betur en þau eru búin að standa sig siðustu vikur sem þýðir að þau toppuðu á réttum tíma og gerðu allt sem þau áttu að gera. Kvennaliðið hefði nánast ekki geta gert betur í dag. Stökkin frábær og dansinn næstum því frábær.
Alla ferðina var gaman hjá öllum og fengu margir að spreyta sig. Þau sem voru ekki inn í umferðum gerðu stökkin í upphitun og fengu að fara út á stóra sviðið í fyrsta skipti sem er ótrúlega mikilvægt fyrir okkur og spennandi.
Kristinn Þór – yfirþjálfari hópfimleikadeild Gerplu
Við erum virkilega stolt af liðunum okkar og ekki síst þjálfarateymunum. Það er búið að vinna hörðum höndum síðustu vikur og eru liðin okkar heldur betur að uppskera!
Við óskum flottu liðunum okkar, fjölskyldum þeirra og þjálfarateymunum innilega til hamingju með frábæran árangur.
ÁFRAM GERPLA!
Hægt er að sjá keppnisæfingarnar inná Instagram reikning @gerplateamgym (í story)
Myndirnar verða birtar inná myndasíðu Gerplu, gerpla.smugmug.com