GK mót eldri og Mótaröð 2
Um síðustu helgi var haldið GK mót fyrir eldri flokka og Mótaröð 2 í Ásgarði í Garðabæ. Gerpla sendi 8 lið til keppni þessa helgi og stóðu þau sig vel. Á mótinu var keppt í svokallaða semí lendingu sem þýðir að lendingardýnan er aðeins mýkri en venjulega. Liðin notuðu mótið sem æfingamót í undirbúningum sínum fyrir Bikarmót sem fer fram eftir þrjár vikur.

2. flokkur keppti á föstudeginum og átti Gerpla tvö lið þar, kvenna lið og mix lið. Kvennaliðið varð í fyrsta sæti og stóð sig sérstakelga vel á trampolíninu sem er mjög jákvætt því mikil áhersla hefur verið hjá þeim að bæta það áhald. 2. flokkur mix varð í 2. sæti á mótinu og gekk þeim best á dýnunni. Gaman var að sjá að það voru þrjú liði í þessum flokk þannig að keppnin var hörð og verður spennandi að sjá þessa keppni á Bikarmótinu.
Á laugardeginum var svo komið að elstu liðunum okkar sem kepptu á Mótaraðamóti nr 2 þetta árið. 1. flokkur kvenna átti mjög gott trampolín og voru að bæta við sig erfleika jafnt og þétt. Meistaraflokkur kvenna átti einnig mjög gott trampolín og voru með hæstu einkunn á mótinu á því áhaldi. Meistaraflokkur kvenna frumsýndi einnig nýjan dans sem er búin að vera í vinnslu síðan snemma síðasta haust og gekk hann nokkuð vel.
Á sunnudeginum var svo komið að 3. flokk og KKe. 3. flokkur 3 í stökkfimi átti mjög góðan dag og enduðu í 1. sæti í þeim hluta, þær voru sérstaklega flottar í dansinum og uppskáru hæstu einkun þar. 3. flokkur 4 varð í 5. sæti og stóð þær sig best á dýnu og trampolíninu en vantaði aðeins upp á í dansinum til að berjast við efstu liðin í hlutanum. Strákarnir í KKe áttu gott mót og enduðu í 3. sæti. Þeim gekk best á trampolíninu.
Seinasti flokkurinn á mótinu var svo 3. flokkur A deild og átti Gerpa 2 lið þar. 3. flokkur 1 endaði í 3. sæti á mótinu en þær áttu fínt mót fyrir utan smá hnökra í umferð 3 á dýnunni. 3. flokkur 2 endaði í 6. sæti og var gaman að sjá hvað þær voru búnar að bæta sig mikið á dýnunni frá síðasta móti.
Við erum stolt af okkar fólki og verður gaman að fylgjast með þessum flottu hópum á Bikarmótinu eftir 3 vikur, sem fer fram í Fjölni.
Áfram Gerpla!
Fleiri myndir: https://gerpla.smugmug.com/2025/GK-mt-Mtar-2






