GK mót og Mótaröð II
Um helgina fóru fram tvö mót á Akranesi. Mótaröð sem er fyrir iðkendur í 2., 1. og meistaraflokki annars vegar og GK mót þar sem iðkendur í 3. flokki tóku þátt hins vegar. Mótin tvö eru óhefðbundin að því leiti að keppt er í svokallaðar „semi lendingar“ og mega vera fleiri en 6 í hverri stökkumferð. Mótið var hið skemmtilegasta og sendi Gerpla 8 lið til keppni og stóðu þau sig öll vel.
Mótaröð
Á mótaröðinni sendi Gerpla 5 lið til leiks. Eitt meistaraflokks lið, tvö lið í fyrsta flokki annað blandað og hitt stúlkna. Úr 2. flokki áttum við tvö lið. En mótaröðin er skemmtileg þar sem allir iðkendur í 2. flokki og eldri keppa saman í reglum fyrir unglingalið. Á mótinu fá iðkendur tækifæri til að reyna við ný og erfiðari stökk, keppa í umferðum sem þeir myndu e.t.v. ekki keppa með á hefðbundnu móti og fleiri fá að spreyta sig í hverri umferð. Þrjú slík mót eru haldin á tímabilinu og safna liðin stigum yfir tímabilið og fá stig bæði í fjölþraut sem og á einstökum áhöldum.
Úrslit urðu eftirfarandi:
Í flokki blandaðra liða varð Gerpla Mix í fyrsta sæti með samanlagða einkunn 48,795 og var það þriðja hæsta samanlagða einkunnin á öllu mótinu sem er vel gert.
Í kvennaflokki urðu úrslit eftirfarandi:
Gerpla mfl. – 1. sæti samanlögð stig 51,015
Gerpla 1.fl – 4. sæti samanlögð stig 46,680
Gerpla 2.fl 1 – 9. sæti samanlögð stig 39,615
Gerpla 2. Fl 2 – 17. sæti samanlögð stig 29,815
GK mót
Á GK mótinu átti Gerpla þrjú 3.flokks lið, tvö af þeim kepptu í A deild og eitt í B deild. Mótið er samskonar mót og mótaröðin í uppsetningu. Keppt er í „semi“ lendingum og mótið því kjörið tækifæri að prufa nýjar æfingar á stökkáhöldunum. Lið þrjú hækkaði sig um hvorki meira né minna en 7 sæti á milli móta sem er frábær árangur.
A deild
Gerpla 1 – 1. sæti 44,890 stig
Gerpla 2 – 6. sæti 36,795 stig
B deild
Gerpla 3 – 2. sæti 32,295 stig