GK mótið í 4.-5. flokki og KKy
GK mótið í hópfimleikum og Stökkfimi fór fram í Egilshöllinni síðastliðinna helgi. Gerpla átti 9 lið á mótinu og stóðu þau sig öll vel.
5. flokkur – Kky 2014
Yngsti flokkurinn sem keppti á mótinu var 5. flokkur kvk og Kky 2014. Mótið var fyrsta fimleikasambandsmótið hjá þeim liðum og átti Gerpla 2 lið. Eitt drengja lið og tvö stúlkna. Að loknu móti fengu allir þátttakendur viðurkenningaskjal fyrir þátttöku.



KKy
Gerpla átti tvö lið í KKy flokki. Annað liðið keppti í hópfimleikaflokknum og hitt í stökkfimiflokknum. Bæði lið stóðu sig vel skiluðu flottum æfingum. Lið Gerplu í hópfimleikum náði sér í bronsmedalíu og þar með 3. sætinu. Í stökkfimiflokknum gerði Gerplu liðið sér lítið fyrir og fékk fyrstu verðlaun á trampólíni og annað sæti í samanlögðum árangri.


4. flokkur
Gerpla sendi fjögur lið til keppni í fjórða flokki. Í 4. Flokki hópfimleika er liðunum skipt upp í þrjár deildir A, B og C eftir árangur á haustmóti. Gerpla átti tvö lið í A deild og eitt í B deild. Í stökkfimihlutanum átti Gerpla eitt lið. Úrslit urðu eftirfarandi:
Hópfimleikar A – deild
Gerpla 1 – 1. sæti
Gerpla 2 – 5. sæti
Hópfimleikar B – Deild
Gerpla 3 – 5. sæti
Stökkfimi
Gerpla Rauður – 8. sæti í samanlögðu árangri og á dýnustökkunum varð liðið í 4. sæti hársbreidd frá verðlaunasæti.



