Glæsilegur árangur á WCC í Szombathely, Ungverjalandi



Á föstudaginn hófst keppni á heimsbikarmótinu í Szombathely. Gerpla átti þrjá keppendur á mótinu þau Hildi Maju, Thelmu og Valgarð. Valgarð keppti á fimm áhöldum í undankeppninni og átti frábæran dag. Thelma keppti á þrem áhöldum og skilaði virkilega góðum degi. Hildur Maja Guðmundsdóttir keppti á sýnu fyrsta heimsbikarmóti og keppti a tveimur áhöldum, hún átti ekki sinn besta dag en mikil reynsla að keppa á svona móti fyrir unga fimleikakonu. Framtíðin er björt og gaman að fylgjast með henni vaxa og dafna i íþróttinni.
Thelma og Valgarð komust bæði i úrslit eftir frábært gengi i undankeppninni a föstudeginum sem er frábær árangur hjá þeim. Thelma varð áttunda inn i úrslit á stökki og var fyrsti varamaður inn i úrslit á slá. Valli varð fimmti inn i úrslit á gólfi. Keppni í úrslitum hófst a laugardeginum. Thelma átti tvö frábær stökk og hækkaði sig um einkunn frá undankeppninni og lenti i sjöunda sæti. Valli átti því miður ekki sinn besta dag á gólfinu var örlitið þreyttur eftir langan keppnisdag a föstudeginum og varð áttundi. Thelma og Valli eru reynslunni ríkari og skrefinu nær markmiðum sínum fyrir HM í Belgíu sem fer fram eftir 3 vikur.
Innilegar hamingjuóskir til keppenda og þjálfara þeirra með þennan frábæra árangur.
Áfram Ísland!