Glæsilegur árangur hjá Special Olympics í Noregi
Um liðna helgi fór fram vinamót í Lorenskog í Noregi sem ber heitið International Friendship Competition. Keppt var eftir special Olympics reglum í áhaldafimleikum. Þetta var í fyrsta skipti sem Gerpla sendir keppendur til að taka þátt í þessu skemmtilega móti. Gerpla sendi sjö fulltrúa til keppni: Birkir Eiðsson, Davíð Þór Torfason, Helgi Magnússon, Magnús Orri Arnarson, Tómas Örn Rúnarsson, Elva Björg Gunnarsdóttir og Katrín Ling Yu Þórbergsdóttir.


Mótið spannaði yfir tvo keppnisdaga, þar sem undanúrslit og úrslit fóru fram. Þátttakendur stóðu sig virkilega vel og samanlögð úrslit voru eftirfarandi:
Elva Björg – 2. sæti í level 2
Katrín Ling – 3. sæti í level 2
Birkir – 2. sæti í level 2
Davíð – 1. sæti í level 2
Helgi – 3. sæti í level 2
Magnús Orri – 1. sæti í level 3
Tómas – 4. sæti í level 3
Við óskum öllum iðkendum og þjálfurum til hamingju með glæsilegan árangur og frábært mót!