Gull og silfur á Toppmótinu í hópfimleikum
Aðeins voru fjögur lið mætt til keppni á Toppmótinu í hópfimleikum sem haldið var í Versölum laugardaginn 18.febrúar. Einungis var keppt í meistaraflokki og var keppt bæði í kvennaflokki og flokki blandaðra liða. Blandað lið Gerplu gerði sér lítið fyrir og sigraði blandað lið Stjörnunnar þrátt fyrir að eiga mikið inni fyrir komandi mót. Liðið kom mjög vel undibúið og verður gaman að fylgja þeim eftir í vetur. Kvennalið Gerplu endaði í 2. sæti stutt á eftir liði Stjörnunnar en Gerplustúlkur brilleruðu á trampólíninu og sigruðu það. Þær voru að keppa með nýjan dans sem var gaman að sjá en eðli málsins samkvæmt eru þær enn að vinna í honum og verður því spennandi að sjá þær á Bikarmótinu í mars. Gerpluliðin voru bæði mjög skemmtileg og gáfu tóninn fyrir veturinn. Áfram Gerpla!