Haustmót í áhaldafimleikum
Haustmótið í áhaldafimleikum fór fram um helgina í umsjón Fjölnis. Keppt var í frjálsum æfingum og 1.-3. þrepi Fimleikastigans bæði í karla og kvennaflokki.
Gerpla átti fjöldan allan af keppendum á mótinu og var ótrúlega gaman að fylgjast með þeim, margir að ljúka við langt og strangt keppnistímabil á meðan aðrir voru að keppa á sínu fyrsta móti á haustönn. Gerplu keppendur fengu fjöldan allan af verðlaunum á einstökum áhöldum og eftirfarandi einstaklingar komust á verðlaunapall í fjölþraut.
Atli Snær Valgerisson 1. sæti, frjálsar æfingar karlaflokkur
Kári Pálmason 1. sæti, 1. þrep KK
Atli Elvarsson 1. sæti, 2. þrep KK
Baltasar Guðmundur Baldursson 2. sæti, 2. þrep KK
Botond Ferenc Kováts 3. sæti, 2. þrep KK
Ármann Andrason 1. sæti, 3. þrep KK
Agnes Suto 1. sæti, frjálsar æfingar kvennaflokkur
Kristín Sara Jónsdóttir 2. sæti, frjálsar æfingar kvennaflokkur
Dagný Björt Axelsdóttir 2. sæti, frjálsar æfingar í unglingaflokki kvk
Kristjana Ósk Ólafsdóttir 1. sæti, frjálsar æfingar í stúlknaflokki
Berglind Edda Birkisdóttir 2. sæti, frjálsar æfingar í stúlknaflokki
Sól Lilja Sigurðardóttir 3. sæti, frjálsar æfingar í stúlknaflokki
Hekla Tomasdottir Albrigtsen 2. sæti, 3. þrep kvk 12 ára
Innlegar hamingjuóskir til allra keppenda, þjálfara og foreldra Áfram Gerpla!