fbpx

Haustmót í áhaldafimleikum

Haustmót FSÍ í 1.-3. þrepi og frjálsum æfingum fór fram helgina 19.-20. október í umsjón Fjölnis.

Í fyrsta hluta var keppt í 2. þrepi kvenna og í 3. þrepi 13 ára og eldri. Gerpla átti tvo keppendur í 2. þrepi 12 ára og yngri og  þrjá keppendur í 3. þrepi 13 ára og eldri.

Ingunn Júlía Gautadóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði í fjölþraut í 3. þrepi 13 ára og eldri, Laufey Björk Vignisdóttir varð í 2. sæti. Ísabella Benonýsdóttir varð svo í 3. sæti í fjölþraut í 2. þrepi 12 ára og yngri. Glæsilegur árangur.

2. þrep 12 ára og yngri
Ísabella Benonýsdóttir – 3. sæti í fjölþraut, 1. sæti á stökki og 2. sæti á slá.
Berglind Sara Erlingsdóttir – 3. sæti á stökki og 2. sæti á tvíslá.

3. þrep 13 ára og eldri
Ingunn Lilja Gautadóttir – 1. sæti í fjölþraut, 2. sæti á stökki, 3. sæti á tvíslá og 2. sæti á slá
Laufey Björk Vignisdóttir – 2. sæti í fjölþraut, 1. sæti á slá og 2. sæti á gólfi
Arpita Gurung – 3. sæti á gólfi

Í hluta tvö var keppt í frjálsum æfingum í fullorðinsflokki karla og öllum aldursflokkum í frjálsum kvenna, ásamt Special Olympics, Gerpla átti fjóra keppendur í frjálsum æfingum kvenna, fimm keppendur í fullorðinsflokki í frjálsum æfingum karla. Gerpla var eina félagið sem sendi inn keppendur í Special Olympics í áhaldafimleikum og voru 13 keppendur í karlaflokki og sjö keppendur í kvennaflokki.Glæsilegar æfingar hjá okkar fólki í þessum hluta, Special Olympics eldri eru að undirbúa sig fyrir keppnisferð til Noregs sem þau fara í eftir eina viku og ganga æfingarnar þeirra mjög vel og eru þau komin  vel á veg í undirbúningnum.

Kristjana Ósk Ólafsdóttir sigraði í frjálsum æfingum í unglingaflokki kvenna, Hekla Hákonardóttir varð í 2. Sæti, Ísabella Maack Róbertsdóttir í því fjórða og Berglind Edda Birkisdóttir í því fimmta. Veitt voru verðlaun fyrir efstu fimm sætin í fjölþraut. Dagur Kári Ólafsson sigraði fjölþraut í fullorðinsdlokki karla í frjálsum æfingum og Valdimar Matthíasson varð í öðru sæti.

Frjálsar unglingaflokkur kvk
Kristjana Ósk Ólafsdóttir – 1. sæti í fjölþraut, 1. sæti á tvíslá, 2. sæti á slá og 1. sæti á gólfi
Hekla Hákonardóttir – 2. sæti í fjölþraut, 2. sæti á tvíslá, 2. sæti á gólfi
Ísabella Maack Róbertsdóttir – 4. sæti í fjölþraut.
Berglind Edda Birkisdóttir – 5. sæti í fjölþraut, 3. sæti á gólfi

Frjálsar karlaflokkur
Dagur Kári Ólafsson – 1. sæti í fjölþraut, 3. sæti á gólfi, 1. sæti á bogahesti, 1. sæti á hringjum, 1. sæti á tvíslá og 1. sæti á svifrá
Valdimar Matthíasson – 2. sæti í fjölþraut, 2. sæti á gólfi, 2. sæti á hringjum, 1. sæti á stökki, 2. sæti á tvíslá og 2. sæti á svifrá
Jónas Ingi Þórisson – 1. sæti á gólfi
Arnþór Daði Jónasson – 2. sæti á bogahesti
Atli Elvarsson – 3. sæti á bogahesti

Special Ol – Grunnur
Arna Ýr Jónsdóttir – 1. sæti fjölþraut
Hringur Úlfarsson – 2. sæti fjölþraut

Special Ol KK – Level 1
Jóhann Fannar Kristjánsson – 1. sæti í fjölþraut

Special Ol KK – Level 2
Davíð Þór Torfason – 1. sæti í fjölþraut
Birkir Eiðsson – 2. sæti í fjölþraut

Special Ol KK – Level 3
Tómas Örn Rúnarsson – 1. sæti í fjölþraut
Magnús Orri Arnarson – 2. sæti í fjölþraut

Special Ol KK – Level B
Eyjólfur Gunnglaugsson – 1. sæti í fjölþraut
Benedikt Ágústsson – 2. sæti í fjölþraut

Special Ol KK – Level C
Hilmir Sverrisson – 1. sæti í fjölþraut
Viktor Skúli Ólafsson – 2. sæti í fjölþraut
Nökkvi Óskarsson – 3. sæti í fjölþraut
Kári Steinn Rúnarsson – 4. sæti í fjölþraut
Jón Árni Örvarsson – 5. sæti í fjölþraut

Special Ol KVK – Level 1
Bylga Björt Axelsdóttir – 1. sæti í fjölþraut

Special Ol KVK – Level 2
Katrín Ling Yu Þórbergsdóttir – 1. sæti í fjölþraut
Elva Björg Gunnarsdóttir – 2. sæti í fjölþraut

Special Ol KVK – Level B
Bryndís Thors – 1. sæti í fjölþraut
Nela Kobielska – 2. sæti í fjölþraut

Í þriðja hluta mótsins var keppt í 3. þrepi stúlkna 11 ára og yngri, 3. þrepi stúlkna 12 ára og í 2. þrepi drengja og 3. þrepi drengja. Gerpla átti átta keppendur í 3. þrepi stúlkna 12 ára og yngri, þrjá drengi í 3. þrepi drengja og þrjá í 2. þrepi, keppendur okkar stóðu sig virkilega vel á mótinu. Tanja Mist Þorgeirsdóttir sigraði í fjölþraut í 3. þrepi 11 ára og yngri og í 3. þæti í fjölþraut varð Berglind Björk Atladóttir og í 4. þæti varð Valgerður Svana Halldórsdóttir og Ingibjörg Lea Pledel Eymarsdóttir varð í því fimmta. Jóhanna Bryndís Andradóttir varð í 2. þæti í fjölþraut í 3. þrepi 12 ára. Kári Arnarson sigraði í fjölþraut í 3. þrepi 12 ára og yngri og varð Ísak Þór Ívarsson í 2. sæti í fjölþraut. Hrannar Már Másson varð í 3. sæti í fjölþraut í 3. þrepi 13 ára og eldri. Tadas Eidukonis sigraði í fjölþraut í 2. þrepi karla og Zsombor Ferenc Kováts varð í 2. sæti.

3. þrep 11 ára og yngri
Tanja Mist Þorgeirsdóttir – 1. sæti í fjölþraut, 2. sæti á stökki, 1. sæti á tvíslá, slá og gólfi
Berglind Björk Atladóttir – 3. sæti í fjölþraut og 3. sæti á slá
Valgerður Svana Halldórsdóttir – 4. sæti í fjölþraut

Ingibjörg Lea Pledel Eymarsdóttir – 5. sæti í fjölþraut
Anna María Tryggvadóttir – 3. sæti á tvíslá


3. þrep 12 ára
Jóhanna Bryndís Andradóttir – 2. sæti í fjölþraut, 3. sæti á stökki, 1. sæti á tvíslá og  2. sæti á slá

3. þrep 12 ára og yngri
Kári Arnarson – 1. sæti í fjölþraut og 1. sæti á öllum áhöldum
Ísak Þór Ívarsson – 2. sæti í fjölþraut, 2. sæti á gólfi, hringjum, tvíslá og svifrá, 3. sæti á bogahesti

3. þrep 13 ára og eldri
Hrannar Már Másson – 3. sæti í fjölþraut, 3. sæti á bogahesti, hringjum  og 2. sæti á svifrá.

2. þrep karla
Tadas Eidukonis – 1. Sæti í fjölþraut, 1. Sæti á hringjum, stökki og  tvíslá
Zsombor Ferenc Kováts – 2. Sæti í fjölþraut, 1. Sæti á gólfi og bogahesti
Bjarni Hafþór Jóhannsson – 1. Sæti á svifrá

Í fjórða og síðasta hlutanum var keppt í 1. þrepi stúlkna og 1. þrepi pilta ásamt drengjaflokki og unglingaflokki í frjálsum æfingum. Gerpla átti tvær stúlkur sem kepptu í 1. þrepi 13 ára og yngri og fimm stúlkur sem kepptu í 1. þrepi 14 ára og eldri. Hjá strákunum voru Gerplustrákarnir fimm í 1. þrepi og í frjálsum æfingum voru þeir fjórir. Sólný Inga Hilmarsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði fjölþraut í 1. þrepi 14 ára og eldri, Elfa María Reynisdóttir varð í 2. sæti í fjölþraut 1. þrepi 13 ára og yngri. Botond Ferenc Kováts sigraði í drengjaflokki í frjálsum æfingum, Snorri Rafn William Davíðsson varð í 3. sæti í unglingaflokki í frjálsum æfingum. Arnór Snær Hauksson varð í 2. sæti í fjölþraut og Eysteinn Daði Hjaltason varð í því þriðja.

1. þrep 13 ára og yngri
Elfa María Reynisdóttir – 2. sæti í fjölþraut, 2. sæti á stökki, 3. sæti á tvíslá, 2. sæti á slá og 1. sæti á gólfi
Margrét Dóra Ragnarsdóttir – 1. sæti á stökki og 2. sæti á gólfi

1. þrep 14 ára og eldri
Sólný Inga Hilmarsdóttir – 1. sæti í fjölþraut, 2. sæti á tvíslá, 1. sæti á slá og 1. sæti á gólfi
Alma Rún Oddsdóttir – 1. sæti á tvíslá,

1. þrep drengja
Arnór Snær Hauksson – 2. sæti í fjölþraut, 1. sæti á gólfi, 3. sæti á bogahesti, 1. sæti á stökki og  3. sæti á tvíslá
Eysteinn Daði Hjaltason – 3. sæti í fjölþraut, 1. sæti á bogahesti, 2. sæti á stökki og 1. sæti á tvíslá
Kári Hjaltason – 2. sæti á hringjum,
Tómas Andri Þorgeirsson – 2. sæti á tvíslá, 3. sæti á svifrá
Ármann Andrason – 1. sæti á svifrá

Eftirtaldir iðkendur náðu þrepi um helgina og eru því komin með keppnisrétt á Íslandsmóti í þrepum sem fram fer í lok apríl.
Ísabella Benonýsdóttir – 2. þrep
Tanja Mist Þorgeirsdóttir – 3. þrep
Berglind Björk Atladóttir – 3. þrep
Jóhanna Bryndís Andradóttir – 3. þrep
Kári Arnarson – 3. þrep

Komnar inn á Íslandsmót í 1. þrepi stúlkna (þær sem kepptu á öllum áhöldum á haustmóti)
Elfa María Reynisdóttir
Sólný Inga Hilmarsdóttir

Glæsilegur árangur hjá okkar fólki um helgina og erum við virkilega stolt af þeim og þjálfurum þeirra. Innilegar hamingjuóskir með árangurinn

Áfram Gerpla!

You may also like...