Heimsleikar Special Olympics að hefjast
Í gærmorgun hélt hópur Íslendinga út á heimsleika Special Olympics. Þetta er eitt stærsta íþróttamót heims og er haldið fjórða hvert ár. Leikarnir munu fara fram 14.-21.mars en áhaldafimleikar keppa 15.-16.mars.
Íþróttafélagið Gerpla á tvo þátttakendur á mótinu sem keppa í áhaldafimleikum þá Magnús Orra Arnarsson og Unnar Inga Ingólfsson.
Einnig fóru með tveir þjálfarar sem starfa hjá Gerplu, þau Axel Ólafur og Eva Hrund.
Þeir sem vilja fylgjast með mótagangi geta fundið „Special Olympics
World Games Abu Dhabi 2019“ á Facebook eða fylgst með heimasíðunni
www.abudhabi2019.org.
Við óskum keppendum og þjálfurum góðs gengis og hlökkum til að fá þau heim reynslunni ríkari.