fbpx

ICELAND CLASSIC 2020

Íþróttafélagið Gerpla býður fimleikafélögum landsins að taka þátt á fyrsta Iceland Classic áhaldafimleikamótinu sem haldið verður í Versölum helgina 28.-29. mars 2020.

Keppt verður í eftirfarandi þrepum.

6. þrep kk og kvk

5. þrep létt kvk

5. þrep kk og kvk

4. þrep kk og kvk

3. þrep kk og kvk

2. þrep kvk

(keppnisreglur í létt-þrepum berast fljótlega og skipulag mótsins mjög fljótt eftir að skráningar eru komnar til okkar). Dómaraskráningar: við munum senda út gildi félaga með skipulaginu, reynum að halda fjölda dómara í lágmarki

Skipt verður í aldurshópa í hverju þrepi fyrir sig ef næg þátttaka næst. Veitt verða verðlaun í fjölþraut, þátttökuverðlaun og bikar fyrir stigahæsta félagið í hverjum hluta fyrir sig. Allir þátttakendur fá glaðning að móti loknu.

Skráning sendist á audur@gerpla.is fyrir 6. febrúar 2020. Ekki verður hægt að taka við seinskráningum eftir 13. febrúar 2020. Reikningur vegna skráningargjalda verður sendur á viðkomandi félag daginn eftir að skráningu lýkur og staðfestist skráning við greiðslu reiknings.

Inn í skráningu þarf að vera félag, nafn keppanda, kennitala, þrep og stærð á GK fimleikabol (Stærðatafla í viðhengi). 

Dæmi:

Félag Nafn keppanda Kennitala Þrep Stærð GK
Gerpla Hildur Jónsdóttir 010101-0100 5. þrep AXS
Gerpla Sigurður Jónsson 010101-0110 6. þrep CXL

Skráningagjald 8.000 kr.

Innifalið í skráningu er fimleikabolur mótsins (kk og kvk sjá auglýsingu) sem allir keppendur eiga að keppa í á mótinu, mótagjald og glaðningur að móti loknu. Skráning er bindandi vegna kaupa á fimleikabolnum en keppandi sem getur ekki keppt getur fengið endurgreitt það sem nemur mótagjaldinu 2.500 kr.

Frítt verður inn á mótið fyrir áhorfendur.

Hlökkum til þess að sjá ykkur öll hér í Versölum í lok mars 🙂

You may also like...