Iceland Classic 2021

Vikuna 14.-18. júní fór fram Iceland Classic, boðsmót Gerplu hér í Versölum.
Keppt var í 6.-1. þrepi í karlaflokki og í 6.-1. þrepi og í frjálsum æfingum í kvennaflokki. Við fengum frábæra gesti til okkar frá fimm félögum, Björk, Fjölni, Fylki, Keflavík og Stjörnunni, hátt í 400 keppendur tóku þátt á mótinu í ár. Mótið var virkilega skemmtilegt, gaman að sjá alla keppendur í eins fimleikafatnaði og í ár voru þjálfarar einnig í eins stuttermabolum og setti það skemmtilegan svip á mótið.
Mikil gleði ríkti í salnum alla keppnisdagana og erum við ótrúlega ánægð hversu vel mótið heppnaðist. Við erum full tilhlökkunar að sjá alla á næsta ári á Iceland Classic 2022
Hægt er að skoða myndir á Facebook síðu Gerplu – facebook.com/ithrottafelagidgerpla