fbpx

Iðkendur Gerplu tóku þátt í umræðupartý UMFÍ

Iðkendur Gerplu gera oft meira heldur en að stunda fimleikana en föstudaginn 3.febrúar var umræðupartý UMFÍ og fór það fram með pompi og prakt í þjónustumiðstöð UMFÍ. Um sjötíu manns, ungmenni og stjórnendur úr hreyfingunni komu þar saman og skeggræddu þrjú markmið af níu upp úr nýrri stefnu UMFÍ. Þ.e. þátttöku, fræðslu og forvarnir og nútímaleg vinnubrögð. Gerpla átti nokkra þátttakendur í partýinu en það voru iðkendur 1.flokks í hópfimleikum sem tóku þátt. Þær létu allar vel af partýinu en ásamt umræðum var spilað bingó með glæsilegum vinningum svo eitthvað sé nefnt. Ungmennaráð UMFÍ sá um framkvæmd partýsins og leystu þau það með miklum glæsibrag.

Meðfylgjandi eru myndir frá deginum.

You may also like...