Íslandsleikar
Helgina 4.-5. apríl samhliða þrepamóti 3, fóru fram Íslandsleikar Special Olympics í Björk í Hafnafirði. Keppt var eftir reglum Special Olympics í bæði í kvenna og karlaflokki. Allir keppendur að þessu sinni koma frá Gerplu.
Keppt var í eftirfarandi flokkum og skiptust verðlaunin niður svona.
Kvennaflokkur yngri
Bylgja Björt Axelsdóttir
Bylgja Björt stóð sig ótrúlega vel og sýndi öruggar og flottar æfingar.
Kvennaflokkur eldri
Level 2
Katrín Ling Yu Þórbergsdóttir – Íslandsmeistari
Elva Björg Gunnarsdóttir – 2. sæti
Elva Björg og Katrín kepptu í level 2, þar var gríðarlega mjótt á mununum hjá þeim og eingöngu munaði hálfu stigi á milli þeirra þegar keppni lauk.
Level B
Arna Ýr Jónsdóttir – 1. sæti
Arna sýndi frábærar æfingar og gaman að sjá hana njóta sín á stóra sviðinu.
Karlaflokkur yngri
Level 1
Hilmir Sveinsson – 1. sæti
Kristján Kári Daðason – 2. sæti
Viktor Skúli Ólafsson – 3. sæti
Glæsilegur árangur hjá strákunum, mjótt var á mununum og verður gaman að fylgjast með þeim á næstu árum bæta sig í greininni.
Level C
Jón Árni Örvarsson – 1 sæti
Jón sýndi flottan árangur og stóð sig einstaklega vel.
Karlaflokkur eldri
Level B
Hringur Úlfarsson – 1. sæti
Jóhann Fannar Kristjánsson – 2. sæti
Kristófer Karl Kristinsson – 3. sæti
Glæsilegur árangur hjá þeim og sýndi þeir flottar og öruggar æfingar.
Level 2
Birkir Eiðsson – Íslandsmeistari
Virkilega glæsilegt fimleikafólk hér á ferð. Gaman að sjá framfarir hjá þeim á milli móta.
Við erum virkilega stolt af okkar keppendum, þjálfarateyminu þeirra og aðstoðarmönnum. Innilegar hamingjuóskir með glæsilegt mót. Nú hefst fullur undirbúningur fyrir Vorsýningu Gerplu sem veður 30-31. maí næstkomandi.
Áfram Gerpla!

