fbpx

Íslandsmeistarar í áhaldafimleikum – Norma Dögg og Eyþór Örn

Um síðustu helgi fór fram Íslandsmót í áhaldafimleikum í íþróttahúsi Ármanns. Mótið var hið glæsilegasta í alla staði og mikið af hæfileikaríku fimleikafólki að sýna listir sínar á mótinu.

Á laugardeginum var keppt til úrslita í fjölþraut, keppnin var mjög spennandi í öllum aldursflokkum fram á síðasta áhald.

Gerplu stúlkan Norma Dögg Róbertsdóttir stóð uppi sem sigurvegari í fullorðinsflokki og er þetta í fyrsta sinn sem hún hampar titlinum. Gerplustúlkurnar Agnes Suto og Thelma Rut Hermannsdóttir voru skammt undan Normu og hafnaði Agnes í 2. sæti og Thelma Rut í 3. sæti. Einnig er gaman að segja frá því að Gerpla átti 8 stúlkur í efstu 10 sætunum í fjölþrautarúrslitum.

Í fullorðinsflokki karla varð Bjarki Ásgeirsson, Ármanni Íslandsmeistari í fyrsta sinn. Valgarð Reinhardsson ungur og mjög efnilegur Gerplumaður varð í 2. Sæti, hann kom alla leið frá Kanada til að keppa á Íslandsmótinu. Hann stóð sig mjög vel á mótinu og sýndi hér mjög erfiðar æfingar sem verður gaman að fylgjast með í náinni framtíð. Valgarð færðist upp í fullorðinsflokk um áramótin og á því mikið inni þar sem hann er ungur að árum. Hann æfir í Kanada þar sem fjölskylda hans er búsett og var valinn til þess að æfa með Ólympíuliði Kandamanna sem er mikill heiður fyrir þennan flotta fimleikamann.

Íslandsmeistarinn frá því í fyrra hann Ólafur Garðar Gunnarsson varð fyrir því mikla óhappi að slíta hásin í annað sinn nokkrum dögum fyrir Íslandsmótið og var mikil eftirsjá að hafa hann ekki á meðal keppanda á mótinu enda frábær fimleikamaður hér á ferð. Óli er staðráðinn í því að koma sterkari til baka eftir þessi erfiðu meiðsli og óskum við honum góðan bata og hlökkum mikið til að sjá hann í salnum sem fyrst.

Gerplupilturinn Eyþór Örn Baldursson varð Íslandsmeistari unglinga í fyrsta sinn, er þetta ótrúlega sætur sigur fyrir hann Eyþór eftir að hafa slitið krossbönd í hné á Íslandsmótinu í fyrra. Þessi hörkuduglegi drengur setti sér markmið að koma til baka í keppni og verða Íslandsmeistari og með dugnaði og smá skammti af þrjósku tókst honum það og gott betur. Í 2. Sæti varð Hrannar Jónsson sem kemur einnig frá Gerplu og 3. Sæti Aron Freyr Axelsson, Ármanni.

Íslandsmeistari stúlkna varð síðan Gróttu stúlkan Nanna Guðmundsdóttir

______________________________________________________________________

Á sunnudeginum var síðan keppt til úrslita á einstökum áhöldum. 5 komust í úrslit á áhöldum hjá hvorum aldursflokknum fyrir sig.

Fullorðinsflokkur

Stökk kvenna, Íslandsmeistari Norma Dögg Róbertsdóttir, 2. Sæti Andrea Ingibjörg Orradóttir og 3. Sæti Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir, koma þær allar frá Gerplu

Tvíslá kvenna, Íslandsmeistari Agnes Suto, 2. Sæti Dominiqua Alma Belanyi, Gróttu og 3. Sæti Norma Dögg Róbertsdóttir

Jafnvægisslá kvenna, Íslandsmeistari Thelma Rut Hermannsdóttir, 2. Sæti Agnes Suto og 3. Sæti Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir, koma þær allar frá Gerplu

Gólf kvenna, Íslandsmeistari Thelma Rut Hermannsdóttir, 2. Sæti Andrea Ingibjörg Orradóttir og 3. Sæti Þórey Kristinsdóttir Björk

Gerpla vann 5 faldann sigur í kvennaflokki, ásamt því að eignast 4 silfurverðlaun og 4 bronsverðlaun í heildina, frábær árangur hjá okkar konum.

Gólf karla, Íslandsmeistari Jón Sigurður Gunnarsson, Ármanni, 2. Sæti Pálmi Rafn Steindórsson og 3. Sæti Bjarki Ásgeirsson, Ármanni

Bogahestur karla, Íslandsmeistari Bjarki Ásgeirsson, Ármanni, 2 sæti Valgarð Reinhardsson og 3. Sæti Jón Sigurður Gunnarsson, Ármanni

Hringir karla, Íslandsmeistari Jón Sigurður Gunnarsson, Ármanni, 2. Sæti Bjarki Ásgeirsson, Ármanni og 3. Sæti  Valgarð Reinhardsson

Stökk karla, Íslandsmeistari Pálmi Rafn Steindórsson, 2. Sæti Jón Sigurður Gunnarsson, Ármanni og 3. Sæti Valgarð Reinhardsson

Tvíslá karla, Íslandsmeistari Valgarð Reinhardsson, 2 sæti Bjarki Ásgeirsson, Ármanni og 3. Sæti Sigurður Andrés Sigurðsson, Ármanni

Svifrá Karla, Íslandsmeistari Jón Sigurður Gunnarsson, Ármanni, 2. Sæti Bjarki Ásgeirsson, Ármanni og 3. Sæti Valgarð Reinhardsson

Unglingaflokkur

Gólf pilta, Íslandsmeistari Eyþór Örn Baldursson, 2. Sæti Guðjón Bjarki Hildarson og 3. Sæti Halldór Dagur Jósefsson, Ármanni

Bogahestur pilta, Íslandsmeistari Arnþór Daði Jónsson, 2 sæti Eyþór Örn Baldursson og 3. Sæti Hrannar Jónsson, koma þeir allir frá Gerplu

Hringir pilta, Íslandsmeistari Eyþór Örn Baldursson, 2. Sæti Halldór Dagur Jósefsson, Ármanni og 3. Sæti  Aron Freyr Axelsson, Ármanni

Stökk pilta, Íslandsmeistari Hrannar Jónsson, 2. Sæti Halldór Dagur Jósefsson, Ármanni og 3. Sæti Aron Freyr Axelsson, Ármanni

Tvíslá pilta, Íslandsmeistari Hrannar Jónsson, 2 sæti Eyþór Örn Baldursson og 3. Sæti Adam Elí Arnaldsson, Ármanni

Svifrá pilta, Íslandsmeistari Eyþór Örn Baldursson 2. Sæti Hrannar Jónsson og 3. Sæti Aron Freyr Axelsson, Ármanni

Gerpla vann 7 faldann sigur í unglingaflokki pilta, ásamt því að eignast 5 silfurverðlaun og 1 bronsverðlaun í heildina, frábær árangur hjá okkar konum.

 

öll úrslit er hægt að finna á heimasíðu Ármanns,

http://armenningar.is/armenningar/?D10cID=ReadNews&ID=2193&sportID=2&CI=0&backto=sportoverview

http://armenningar.is/armenningar/?D10cID=ReadNews&ID=2195&sportID=2&CI=0&backto=sportoverview

 

Frábær árangur hjá okkur fólki – til hamingju keppendur og þjálfarar með mótið!


You may also like...