fbpx

Íslandsmót í Special ÓL

Íslandsmót Special Olympics fór fram síðastliðna helgi í Egilshöll og sendi Gerpla 10 iðkendur til keppni. Mikil tilhlökkun var fyrir mótinu og iðkendur Gerplu búnir að æfa vel síðustu vikur fyrir mót. Iðkendur sýndu mikla samstöðu og liðsanda á mótinu og hvöttu hvort annað áfram. Á mótinu var keppt um íslandsmeistaratitil en það virtist ekki skipta iðkendur neinu máli og aðal atriðið var að allir væru með og gerðu sitt besta.

Allir iðkendur Gerplu enduðu á palli en Íslandsmeistari í blönduðu Þrepi 2 og 3 karla var Sigmundur Kári Kristjánsson með 87.900 stig og í öðru þrepi var Davíð Þór Torfason Íslandsmeistari með 81.300 stig. Íslandsmeistari í 3. Þrepi kvenna var Ragnhildur Ragnarsdóttir með 63.900 stig. Íslandsmeistari í 2. Þrepi kvenna var Elva Björg Gunnarsdóttir með 64.200 stig.

Við óskum iðkendum og þjálfurum innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fylgjast með þeim í komandi verkefnum!

You may also like...