fbpx

Íslandsmótið í áhaldafimleikum – skipulag

Um næstkomandi helgi fer fram stærsti viðburður hjá keppendum okkar í áhaldafimleikum, Íslandsmótið í frjálsum æfingum.

Mótið fer fram í umsjón fimleikadeildar Ármanns, Laugarbóli.

Skipulag mótsins er hægt að finna í viðhengi.

Íslandsmeistarar okkar síðan í fyrra í fullorðinsflokki, þau Thelma Rut Hermannsdóttir og Ólafur Garðar Gunnarsson, mæta sterk til leiks tilbúin að verja titlana sína ásamt öðrum frábærum keppendum.

Íslandsmeistarinn okkar í unglingaflokki Valgard Reinhardsson, mætir einnig til leiks alla leið frá Kanada, hann færðist upp í fullorðinsflokk um áramótin og verður gaman að fylgjast með honum. Við eigum því eftir að sjá nýkrýndan Íslandsmeistara í unglingaflokki pilta.

Margir sterkir keppendur keppa í öllum flokkum í ár, mótið verður gríðarlega spennandi og verður barist fram á síðasta áhald.

 

Við hvetjum alla iðkendur, foreldra og áhugafólk um fimleika að fjölmenna í stúkuna í RAUÐU og styðja við bakið á okkar frábæru keppendum

 

ÁFRAM GERPLA

You may also like...