MalarCup 2023 og Þrepamót I
MalarCup, alþjóðlegt vinamót í Svíþjóð
Helgina 3.-5. Nóvember fór fram alþjóðlegt áhaldafimleikamót sem kallast MalarCup sem er árlegt vinamót haldið er í Svíþjóð. Mótið í ár var fertugasta mótið sem haldið er og voru met þátttakendur eða um 400 talsins og frá 15 þjóðum. Gerpla átti tvö lið í kvennakeppninni og þrjú lið í karlakeppninni. Gerpla átti fjölmennustu keppendur í karlakeppninni eða 15 talsins og næsta þjóð á eftir með níu keppendur.
Ferðalagið gekk mjög vel og skemmtu keppendur sér vel. Meistarahópur yngri ferðaðist út á fimmtudeginum og skelltum þeir sér í ferðalag til Vasteras í smá æfingaferð og hittu svo restina af hópnum stelpurnar, meistarahóp eldri og frábæru dómarana okkar á hótelinu á föstudeginum þar sem þau ferðuðust út degi seinna.
Á föstudeginum voru skipulagðar æfingar í keppnishöllinni svokölluð “podium” æfing sem gekk vel, smá stress í nokkrum sem voru að fara á sitt fyrsta alþjóðlega mót og var mikill spenningur í þeim keppendum á meðan reynsluboltarnir okkar voru mjög slakir.
Á laugardeginum hófst keppni fyrir allar aldir, yngstu strákarnir í Gerplu 3 hófu upphitun í hluta 1 kl. 07:10 um morguninn, þeir voru allir að keppa á sínu fyrsta móti og stóðu sig virkilega vel. Liðið skipaði, Ármann Andrason, Bjarni Hafþór Jóhannsson, Kári Hjaltason, Snorri Mahileo Maldonado og Tómas Andri Þorgeirsson. Kári Hjaltason gerði sér lítið fyrir og náði inn í úrslit á stökki.
Í hluta tvö mættu tvö Gerplulið til leiks. Gerpla 2 karla og kvenna. Liðin skipuðu, Gerpla 2 kk, Andri Fannar Hreggviðsson, Baltasar Guðmundur Baldursson, Botond Ferenc Kováts, Daniel Theodór Glastonbury og Kári Pálmason. Gerpla 2 kvk, Aníta Eik Davíðsdóttir, Ísabella Maack Róbertsdóttir og Margrét Dóra Ragnarsdóttir. Kári Pálmason átti frábært mót og lenti í 3. sæti í fjölþraut og náði sér inn í úrslit á fjórum áhöldum, Stökki, hringjum, bogahesti og svifrá. Botond komst í úrslit á svifrá. Andri Fannar og Baltasar voru varamenn inn í úrslit á stökki. Margrét Dóra varð stigahæst af stúlkunum í þessum hluta og varð í 11. sæti af 20 keppendum sem kepptu í fjölþraut.
Í þriðja og síðasta hluta dagsins kepptu Gerpla 1 kk og kvk. Liðin skipa Gerpla 1 kk, Ágúst Ingi Davíðsson, Martin Bjarni Guðmundsson, Valgarð Reinhardsson, Sigurður Ari Stefánsson og Atli Elvarsson. Kvennaliðið var skipað þeim Berglindi Eddu Birkisdóttur, Heklu Hákonardóttur, Rakel Söru Pétursdóttur, Sólný Ingu Hilmarsdóttur og Elfu Maríu Reynisdóttur. Gerpla 1 kk endaði í 4. sæti 0,450 stigum frá verðlaunasæti. Valgarð Reinhardsson varð í 2. sæti í fjölþraut og náði inn í úrslit á fjórum áhöldum, gólfi, stökki, tvíslá og svifrá. Ágúst Ingi komst í úrslit á hringjum. Rakel Sara Pétursdóttir var stigahæst af stúlkunum í þessum hluta og varð í 7. sæti af 72 keppendum sem kepptu í fjölþraut. Rakel Sara er ekki enn orðinn keppandi í unglingaflokki og er þetta því alveg frábær árangur hjá henni. Rakel Sara komst svo í úrslit á tveim áhöldum, Slá og gólfi.
Á sunnudeginum var komið að keppni á einstökum áhöldum. Gerplukeppendur stóðu sig virkilega vel og eftirfarandi verðlaun skiluðu sér í hús.
Valgarð Reinhardsson
1. sæti á Stökki og 3. sæti á svifrá
Kári Pálmason
1. sæti á Svifrá
2. sæti á stökki
Rakel Sara Pétursdóttir
2. sæti á gólfi
Kári Hjaltason
2. sæti á stökki
Botond Ferenc Kováts
1. sæti á svifrá
Virkilega glæsilegur árangur hjá öllum okkar keppendum. Keppendur okkar voru frábærir úti á gólfinu, og skiluðu sínum æfingum vel, Frábær reynsla hjá þessum ungu og efnilegu Gerplukrökkum.
Frábærri ferð lokið og allir spenntir að æfa sig vel og vonandi skella sér aftur út að ári.
Þrepamót I á Akureyri
Þrepamót I var haldið á Akureyri helgina 4.-5. nóvember. Keppt var í 4. og 5. þrepi Fimleikastigans bæði hjá drengjum og stúlkum. Gerpla sendi til leiks sjö drengi og tíu stúlkur.
Gerplukeppendur kepptu eingöngu á laugardeginum og stóðu þau sig vel. Við erum virkilega stolt af þeim og verður gaman að fylgjast með þeim á komandi keppnistímabili.
Keppendur Gerplu sem náðu þrepi:
5. þrep
Emma Rakel Alfreðsdóttir
4. þrep
Kormákur Erlendsson
Til hamingju með frábæran mótahelgi, keppendur, þjálfarar og foreldrar
Áfram Gerpla!