Mótaröð 1
Fyrsta hópfimleikamót tímabilsins fór fram í Íþróttahúsinu við Vatnsenda um síðustu helgi.Gerpla átti tvö lið á mótinu, Meistaraflokk og 1. flokk.
Á Mótaraðamótunum er keppt í “semí“ lendingar. Þá er þunn yfirdýna sett út í gryfjurnar og lendingin er mun mýkri en á venjulegum mótum. Einnig er ekki kynjaskipt í liðunum og 1. flokks liðin keppa við meistaraflokks liðin.
1. flokkur Gerplu stóð sig mjög vel og enduðu þær í 4. sæti á mótinu. Þær voru í 3. sæti á trampólíni en í 4. sæti bæði á dýnu og í dansi. Virkilega gaman að sjá að margar af þeim voru að keppa með ný stökk en þetta er oft erfiður staður til að bæta við erfiðleika. Það verður spennandi að fylgjast með þeim í vetur.
Meistaraflokks liðið okkar var í 1. sæti á öllum áhöldum og unnu samanlagt með tæplega 4 stigum. Hópurinn byrjaði á trampólíni og lentu hópurinn öll stökk nema eitt þar og fengu yfir 8 í framkvæmdar einkun sem er frábært. Það verður gaman að sjá hópinn takast á við verkefni vetarins og ber þar helst að nefna Bikarmótið í hópfimleikum í mars sem er undankeppni fyrir Norðurlandamótið sem haldið verður í Finnlandi í nóvember 2025.
Flott byrjun á vetrinum hjá okkar liðum. Eftir viku keppa svo 2.- og 3. flokks liðin okkar á Haustmótinu í Fjölni og yngri flokkarnir viku seinna á Haustmót yngri sem verður haldið á Selfossi.
Áfram Gerpla!
Fleiri myndir: https://gerpla.smugmug.com/2024/M%C3%B3tar%C3%B6%C3%B0-1