Norður Evrópumót í áhaldafimleikum um helgina
Norður- Evrópumótið í áhaldafimleikum fer fram í Þrándheimi í Noregi um helgina. Á mótinu er keppt í liðakeppni, fjölþraut og einstökum áhöldum. Á laugardaginn verður keppt í liðakeppni og fjölþraut og á sunnudaginn verður keppt í úrslitum á einstökum áhöldum. Ísland sendir lið í kvennakeppnina og er Agnes Suto í liðinu fremst í flokki. Karlamegin eru þrír einstaklingar en þeir ná ekki í lið og eru það Gerplustrákarnir Guðjón Bjarki, Martin Bjarni og Valgarð sem verða í eldlínunni karlamegin. Við óskum landsliðinu á áhaldafimleikum góðs gengis á mótinu.
Hægt er að fylgjast með keppninni á heimasíðu mótsins á þessari slóð Eins má fylgjast með einkunnum hér.