fbpx

Nýjar reglur taka gildi á morgun 20.október

Verið er að skoða útfærslur á starfinu eftir nýjum reglum sem litu dagsins ljós í gær sunnudag. Í dag hafa nánari útskýringar verið að berast og erum við í Gerplu að máta okkur inn í þær reglur. Enn vantar þó nokkur púsl í spilið og munu forráðamenn heyra frá deildarstjórum á morgun þriðjudag með framhaldið. Það er von okkar að starfið geti hafist að nýju eftir ströngum sóttvarnarreglum miðvikudaginn 21.október. Þangað til hvetjum við ykkur til að vera áfram dugleg að sinna heimaæfingum. Takk fyrir jákvæð viðbrögð og góða samstöðu á þessum erfiðu tímum. Saman erum við Gerpla!

Hér má sjá reglurnar í grófum dráttum

You may also like...