Ofurhetjumót Gróttu
Ofurhetjumót Gróttu var haldið helgina 5.-7. mars í fimleikahúsi Gróttu á Seltjarnarnesi. Á mótinu var keppt í 6.-3. þrepi stúlkna og í 6. þrepi pilta og fengu við að senda þrjá gesti í 5. þrep pilta. Um 450 keppendur kepptu á mótinu um helgina.
Gerpla sendi til leiks yfir 100 börn á mótið sem var alveg ótrúlega skemmtilegt í alla staði og skemmtu keppendur sér vel á mótinu. Við erum ótrúlega stolt af öllum sem tóku þátt um helgina og gaman að sjá framfarir á milli móta hjá þeim sem hafa keppt á þrepamótum vorannar.
Við áttum einnig keppendur sem voru að stíga sín fyrstu skref í keppni á milli félaga og stóðu þau sig mjög vel, og verður ótrúlega gaman að fylgjast með þeim á næsta móti sem verður í júní.
Innilega til hamingju keppendur, þjálfarar og foreldrar með glæsilegan árangur um helgina
Áfram Gerpla!