Rauð viðvörun
Rauð viðvörun á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 16:00 í dag. Allar hefðbundnar æfingar falla niður frá 15:30 en við erum í húsinu til að taka á móti þeim sem eru farnir af stað. Samkvæmt veðurstofu Íslands getur verið hættulegt að vera utandyra og því hvetjum við fólk til að vera heima.
ATH seinni ferð frístundavagnsins fellur niður!