Skráningar á haustönn 2022
Í Gerplu er fjölbreytt úrval námskeiða fyrir allan aldur og getustig hvort heldur um er að ræða byrjendur eða lengra komna.
Skráningar á haustönn eru byrjaðar í keppnisdeildum áhaldafimleika og hópfimleika. Skráning fer fram hér
Í keppnisdeildum eru sumaræfingar í ágúst partur af haustönn, en þær hefjast 3. ágúst samkvæmt sumarstundaskrá. Þann 19. ágúst lýkur því tímabili og vetrarstundaskrá tekur við 24. ágúst. Í Gerplu eru starfsdagar 22. og 23. ágúst og verða engar æfingar þá daga.
Iðkendur fæddir árið 2014 sem ætla í keppnisdeildir félagsins hvort heldur hópfimleika eða áhaldafimleika skrá sig í 6. þrep áhaldafimleika kvk eða kk, 5. flokk hópfimleika eða kky (2014) hópfimleika.
Skráningar leik- og grunnskólabarna fædd frá 2021 til 2015 hefjast 3. ágúst klukkan 10:00 sem og skráningar í parkour, fimleika fyrir fatlaða og fimleika fyrir alla. Skráningar fara fram inná sportabler hér
Starfsfólk Gerplu er flest allt farið í sumarfrí svo svör við fyrirspurnum er ekki að vænta fyrr en fyrstu vikuna í ágúst. þeir iðkendur sem voru á vorönn 2022 ættu allir að vera búnir að fá póst frá deildarstjóra varðandi haustið.
Ef um er að ræða nýskráningar ekki hika við að hafa samband ef ykkur vantar aðstoð á netfangið gerpla@gerpla.is
Hafið það sem allra best í sumar og takk fyrir samstarfið í vetur!
Sumarkveðja,
starfsfólk Íþróttafélagins Gerplu