Spennandi bikarmót í áhaldafimleikum um helgina
Um helgina fer fram Bikarmót í áhaldafimleikum og verður það haldið í íþróttahúsi Bjarkanna í Hafnarfirði. Búist er við spennandi keppni í kvennaflokki í ár þar sem Ármann, Björk, Fylkir og Gerpla mæta öll með gríðarsterk og vel undirbúin lið til leiks. Ármann er ekki með lið í karlaflokki að þessu sinni og því verða það Björk og Gerpla sem berjast um bikarinn en strákarnir í Gerplu tefla fram tveimur flottum liðum. Allar sterkustu fimleikakonur landsins taka þátt í kvennakeppninni, Írena, Agnes Suto, Tinna Óðins og Dominiqua Alma Belányi svo einhverjar séu nefndar en þær yngri munu ekki gefa þeim neitt eftir. Valgarð Reinhardsson kemur frá Kanada og keppir með okkar liði í Gerplu, Eyþór Örn er að keppa í fyrsta skipti í mjög langan tíma en hann lenti í meiðslum á þarsíðasta tímabili. Garðar Egill er að sama skapi að keppa eftir langa pásu. Í liði Björk, mun margfaldur Íslandsmeistari á síðustu öld, Jóhannes Níels Sigurðarson leggja liðinu lið og sýna listir sínar á bogahesti.
Gerpla teflir fram samtals ellefu liðum um helgina í 3. 2. 1. þrepi og meistaraflokki kvenna og 3. 1. þrepi og meistaraflokki karla.
Fjölmennum í Björk, hvetjum okkar fólk áfram og sjáum frábæra fimleika !!!
Hér má sjá skipulag BikarmtZ3.Z-Z1.ZrepZogZfrjlsarZfingarZskipulag_1 og hópalista fyrir helgina Hpalisti_bikarmt_2017
ÁFRAM GERPLA!