”Adalsteinsdottir”
Thelma Aðalsteinsdóttir skrifaði sig í sögubækurnar á Evrópumótinu í áhaldafimleikum sem haldið var á Rimini í byrjun maí. Hún framkvæmdi nýja æfingu á tvíslá sem mun bera nafn hennar í alþjóðlegu dómarabókinni Code of Points.
Æfingin er framhringur tengt beint í framheljarstökk á efri ránni eða á fimleikamáli Weiler framhringur tengt í Comaneci heljarstökk. Æfingin fékk gildið E í dómarabókinni og verður hér eftir þekkt sem ”Adalsteinsdottir”.
Til hamingju Thelma og þjálfarar með þetta magnaða afrek!