fbpx

Þrepamót 2

Um helgina fór fram Þrepamót Fimleikasambands Íslands. Mótið var haldið í Ármannsheimilinu Laugardal og keppt var í 4. og 5. þrepi pilta og stúlkna.

Gerpla átti að sjálfsögðu stóran hóp af keppendum á mótinu sem allir stóðu sig mjög vel.

Í piltaflokki gerði Kári Arnarsson sér lítið fyrir og sigraði keppni í 5. þrepi og í 4. þrepinu varð Daði Hrafn Yu Björgvinsson í 2. sæti.

Tveir piltar náðu tilskyldum stigum til að fara upp um þrep. Þeir kepptu báðir í 5. þrepi og heita Kári Arnarsson og Bjarki Örn Guðjónsson.

Í stúlknaflokki voru það  Andrea Rán Hlynsdóttir, Andrea Björk Berry og Karen Van de Putte sem náðu 5. Þrepi.

Til hamingju keppendur, þjálfarar og foreldrar fyrir frábæran arangur um helgina!

You may also like...