Þrepamót í 1.-3. þrepi

Þrepamót FSÍ í 1.-3 þrepi fór fram á tveim stöðum um helgina 15.-16. febrúar. Drengirnir kepptu í Ármanni og stúlkurnar í Keflavík í fyrsta skipti á FSÍ móti. Iðkendur Gerplu áttu virkilega flott mót og var gaman að fylgjast með þeim uppskera ríkulega eftir miklar æfingar frá síðusta móti og góður undirbúningur fyrir Iceland Classic og Bikarmót FSÍ sem fara fram á næstunni.

Keppnin hófst á laugardeginum hjá drengjunum í Ármanni þar sem allir kepptu þann dag. Virkilega flottur dagur hjá strákunum okkar og röðuðu þeir inn verðlaunum á mótinu. Í 1. þrepi karla sigraði Eysteinn Daði Hjaltason fjölþrautina og fékk einnig gullverðlaun á svifrá. Arnór Snær Hauksson sigraði æfingar á gólfi og stökki. Kári Hjaltason sigraði bogahest, hringi og tvíslá. Í 2. þrepi var það Kári Arnarson sem sigraði fjölþraut og einnig stökk. Zsombor Ferenc Kováts sigraði æfingar á gólfi og hringjum. Tadas Eidukonis sigraði síðan æfingar á tvíslá og bogahesti, Bjarni Hafþór Jóhannsson sigraði æfingar á svifrá. Í 3. þrepi var keppt í tveim aldursflokkum 13 ára og yngri, og 14 ára og eldri. Gerpla átti tvo keppendur í 3. þrepi og voru þeir í sitthvorum aldursflokknum, Hrannar Már Másson sigraði fjölþraut í 3. þrepi 14 ára og eldri, ásamt því að sigra gólfæfingar, bogahest, tíslá og svifrá svo fékk hann silfurverðlaun á hringjum og stökki.

Stúlkurnarí 1. þrepi fylgdu svo á eftir og kepptu í Keflavík seinnipartinn á laugardag. Frábær árangur hjá okkar konum, þar sem Elfa María Reynisdóttir sigraði fjölþraut, stökk, jafnvægisslá og gólf í flokki 13 ára og yngri ásamt því að næla sér í bronsverðlaun á tvíslá. Sólný Inga Hilmarsdóttir sigraði fjölþraut, stökk og tvíslá. Hún fékk einnig bronsverðlaun á gólfi í flokki 14 ára og eldri. Aníta Eik Davíðsdóttir fékk silfurverðlaun í fjölþraut og bronsverðlaun á tvíslá. Alma Rún Oddsdóttir varð síðan í þriðja sæti í fjölþraut og vann einnig til bronsverðlauna á stökki. Margrét Dóra Ragnarsdóttir vann síðan æfingar á gólfi.

Á sunnudeginum fór svo fram keppni í 2. þrepi um morguninn og í 3. þrepi eftir hádegi í tveim hlutum. Í 2. þrepi áttum við tvær stúlkur í keppni og stóðu þær sig frábærlega. Ísabella Benónýsdóttir sigraði fjölþrautina og var Berglind Sara Erlingsdóttir í 2. sæti. Ísabella sigraði síðan stökk og gólf og fékk silfurverðlaun á jafnvægisslá. Berglind Sara Erlingsdóttir sigraði svo tvíslánna.

Í 3. þrepi 11 ára og yngri keppti einn keppandi, Tanja Mist Þorgeirsdóttir, hún varð í 2. sæti í fjölþraut, sigraði svo stökk og gólf og fékk bronsverðlaun á slá og tvíslá. 3. þrep 12 ára, Ingibjörg Lea Plédel Eymarsdóttir sigraði fjölþrautina og varð Berglind Björk Atladóttir í 2. sæti. Ingibjörg Lea sigraði síðan stökk og slá, hún fékk einnig bronsverðlaun á gólfi. Berglind Björk sigraði gólfið og fékk silfurverðlaun á stökki, tvíslá og bronsverðlaun á slá. Í síðasta hluta mótsins kepptu stúlkurnar í 3. þrepi 13 ára og eldri. Jóhanna Bryndís Andradóttir varð í 3. sæti í fjölþraut. Mía Jonsdóttir Silness var í 2. sæti á stökki og Amalía Ívarsdóttir í 3. sæti á gólfi.

Frábæru þrepamóti lokið og erum við virkilega stolt af keppendum okkar og þjálfurum þeirra. Við viljum einnig þakka frábærum foreldrum og ættingjum sem fjölmenntu í stúkuna til að styðja við bakið á þessum flottu keppendum.

Fleiri myndir: https://gerpla.smugmug.com/2025/-repam-t-1–3—rep

You may also like...