fbpx

Þrepamóti FSÍ lokið – frábær árangur hjá Gerplukeppendum

Þrepamót FSÍ í 1.-3 þrepi fór fram í Björk um helgina. Iðkendur Gerplu áttu virkilega flott mót um helgina og var gaman að fylgjast með þeim uppskera ríkulega eftir miklar æfingar frá síðusta móti og góður undirbúningur fyrir Bikarmót FSÍ sem fer fram eftir 3 vikur.

3. þrep yngri

Keppnin hófst á laugardeginum með keppni í 3 þrepi stúlkna 11 ára og yngri. Gerpla átti tvo keppendur í þeim flokki, þar kom sá og sigraði Rakel Brynja Guðmundsdóttir fjölþraut og tvíslá. Rakel fékk einnig silfurverðlaun á gólfi. Jóhanna Bryndís Andradóttir nældi sér svo í brons fyrir gólfæfingar. Glæsilegt hjá þeim stöllum.

Í 3. Þrepi 13 ára og eldri átti Gerpla níu keppendur og var verðlaunapallurinn í fjölþraut alveg rauður og svartur, Hanna Ísabella Gísladóttir sigraði fjölþraut og á eftir henni var það Emilía Rós Elíasdóttir í 2. Sæti og Saga Ólafsdóttir í því þriðja. Gerplustúlkurnar í þessum aldursflokk voru duglegar að skipta með sér verðlaunum á einstökum áhöldum einnig. Hanna Ísabella fékk verðlaun á öllum áhöldum sigraði tvíslá, jafnvægisslá og fékk silfur á gólfi og stökki, Saga Ólafsdóttir varð í 2. Sæti á tvíslá. Arna Sóley Jósepsdóttir fékk bronsverðlaun á tvíslá og gólfi, Emilía Rós Elíasdóttir sigraði gólfæfingar og varð í 3. Sæti á jafnvægisslá og stökki. Frábær árangur.

3. þrep eldri

Í síðasta hluta á laugardegi mættu stúlkurnar okkar í 1. Þrepi til leiks. Sólný Inga Hilmarsdóttir og Aníta EIk Davíðsdóttir héldu uppi Gerpluheiðrinum í flokki 13 ára og yngri. Þar sem eingöngu fimm keppendur voru í þeim flokki var eingöngu gefið fyrir 1. Sæti í fjölþraut og á einstökum áhöldum. Sólný Inga Hilmarsdóttir sigraði æfingar á tvíslá og stökki.

Á sunnudeginum kepptu stúlkurnar okkar í 2. Þrepi í fyrsta hluta um morguninn. Elfa María Reynisdóttir, Margrét Dóra Ragnarsdóttir og Rakel Ásta Egilsdóttir. Þær stóðu sig virkilega vel og verður gaman að fylgjast með þeim á næstu mótum.

Í fimmta og síðasta hluta var loksins komið að strákunum okkar. Keppt var í öllum þrepum hjá þeim á sama tíma.

Í 1. Þrepi varð það hann Botond Ferenc Kováts sem sigraði fjölþraut, gólf, bogahest og svifrá,  Atli Elvarsson sigraði hringi og tvíslá. Eingöngu var gefið fyrir 1. Sæti hjá strákunum í 1. -og 2. Þrepi.

Í 2. Þrepi karla var það Ármann Andrason sem sigraði fjölþrautina, gólf, og hringi. Daníel Theodór Glastonbury sigraði tvíslá og svifra. Ólafur Grétar Vilhelmsson og Snorri Mahileo Maldonado urðu jafnir í 1. Sæti á stökki.

Í 3. Þrepi karla var keppt í tveim aldursflokkum keppt var í 13 ára og yngri, þar kom sá og sigraði Ragnar Örn Ingimarsson með yfirburðum í fjölþraut og á öllum áhöldum. Tómas Andri Þorgeirsson var í 2. Sæti í fjölþraut, bogahesti og svifrá, hann fékk einnig bronsverðlaun á tvíslá, stökki og í hringjum. Kári HJaltason varð í 3. Sæti í fjölþraut, gólfi og fékk silfurverðlaun á stökki og í hringjum. Bjarni Hafþór Jóhannsson fékk bronsverðlaun á svifrá og Tadas EIdukonis fékk bronsverðlaun á bogahest.

Í 3. Þrepi 14 ára og eldri var eingöngu gefið fyrir 1. Sæti. Arnór Snær Hauksson sigraði æfingar á stökki með glæsibrag.

1.-3. þrep KK

Frábæru þrepamóti lokið og erum við virkilega stolt af keppendum okkar og þjálfurum þeirra. Við viljum einnig þakka frábærum foreldrum og ættingjum sem fjölmenntu í stúkuna til að styðja við bakið á þessum flottu keppendum.

Áfram Gerpla!

You may also like...