Þrír bikarmeistaratitlar í hópfimleikum til Gerplu
Nú um helgina lauk seinna bikarmótinu í hópfimleikum. Áður hafði Gerpla landað bikarmeistaratitli í 3.flokki kvenna og um helgina bættust í safnið bikarmeistaratitill í 2.flokki kvenna og meistaraflokki karla. Lið Gerplu 2 í 2.flokki keppti í b-deild og enduðu í 2.sæti og flytjast því upp í A-deild á næsta móti. Kvennalið Gerplu og blandað lið Gerplu í meistaraflokki höfnuðu bæði í 2.sæti eftir keppni við lið Stjörnunnar í Garðabæ. Karlalið Gerplu var eina liðið mætt til keppni í mfl. karla og sýndu glæsileg tilþrif. Keppnin í 2.flokki kvenna var mjög spennandi og höfðu Gerplustúlkur nauman sigur á liði Stjörnunnar og varð sigurinn mjög sætur. Nú eru liðin byrjuð að undirbúa sig fyrir íslandsmótin en meistaraflokksliðin okkar keppa næst í Laugardalshöll þann 6.apríl 2017. Yngri flokkarnir keppa svo á íslandsmóti í maí. Til hamingju með flottan árangur!