Þrír sigrar í karlaflokki á Íslandsmótinu í þrepum
Íslandsmótið í þrepum fór fram samhliða Íslandsmótinu í áhaldafimleikum í umsjón Fjölnis. Keppt var í 1.-3. Þrepi Fimleikastigans. Gerpla átti keppendur í öllum þrepum nema 1. þrepi kvenna að þessu sinni. Glæsilegt mót og við erum ótrúlega stolt af okkar keppendum og þjálfurum. Framtíðin er björt í Gerplu!
1. Þrep karla
Botond Ferenc Kováts varð Íslandsmeistari og í 2. sæti varð Snorri Rafn William Davíðsson. Atli Elvarsson í 5. sæti
2. þrep karla
Ármann Andrason varð Íslandsmeistari og í 2. sæti varð Snorri Mahilio Maldonado. Ólafur Grétar Vilhelmsson í 4. sæti
3. þrep karla
Ragnar Örn Ingimarsson varð Íslandsmeistari, í 2. sæti varð Tómas Andri Þorgeirsson og í 3. sæti Bjarni Hafþór Jóhannsson. Kári Hjaltason í 5. sæti og Vilhjálmur Árni Sigurðsson í 6. sæti
2. þrep kvenna 12 ára og yngri
Elfa María Reynisdóttir varð í 3. sæti og Margrét Dóra Ragnarsdóttir í 5. sæti
3. þrep kvenna 12 ára og yngri
Rakel Brynja Guðmundsdóttir lenti í 4. sæti
3. þrep kvenna 13 ára og eldri
Hanna Ísabella Gísladóttir varð í 2. sæti. Emilía Rós Elíasdóttir í 5. sæti og Arna Sóley Jósepsdóttir í 6. sæti
Frábær árangur hjá okkar fólki, til hamingju keppendur og þjálfarar með helgina og alla vinnuna sem þið hafið lagt á ykkur, við erum virkilega stolt af ykkur
Áfram Gerpla!
Myndir af mótinu


