Tveir bikarmeistaratitlar til Gerplu
Bikarmótið í þrepum fór fram í Ármanni um helgina. Keppt var í 1.-3. þrepi Fimleikastigans.
Í 3. Þrepi átti Gerpla tvö lið í kvennakeppninni og eitt lið í karlakeppninni. Gerpla vann til silfurverðlauna í karlakeppninni og bronsverðlauna í 3. Þrepi kvenna með Lið 1 og varð lið 2 í 7. sæti
Í karlaliðinu voru það: Ármann Andrason, Kári Hjaltason, Fannar Kjerúlf, Nökkvi Arnarson og Friðrik Sigurðsson
Í Liði 1 voru það: Elfa María Reynisdóttir, Elín Lára Jónsdóttir, Matthildur Brynja Unnarsdóttir, Rakel Ásta Egilsdóttir, Hanna Ísabella Gísladóttir og Sandra Kristín Tandradóttir
Í Liði 2 voru það: Emilía Rós Elíasdóttir, Rakel Brynja Guðmundsdóttir, Saga Ólafsdóttir og Ásthildur Nína Guðmundsdóttir
Í 2. Þrepi átti Gerpla eitt lið í bæði karla og Kvenna flokki. Gerpla varð Bikarmeistari í 2. Þrepi karla og stúlkurnar fengu bronsverðlaun.
Í karlaliðinu voru það: Atli Elvarsson, Ólafur Grétar Vilhelmsson, Andri Fannar Hreggviðsson, Daníel Theodór Glastonbury og Botond Ferenc Kováts
Í kvennaliðinu vour það: Ísabella Róbertsdóttir, Bára Björk Jóelsdóttir, Sólný Inga Hilmarsdóttir, Aníta Eik Davíðsdóttir og Elín Þóra Jóhannesdóttir
Í 1. Þrepi átti Gerpla eitt lið í karlaflokki og í kvennakeppninni áttum við einn keppanda. Gerpla varð bikarmeistari í 1. Þrepi karla.
Í Karlaliðinu voru það: Breki Freyr Ágústsson, Kári Pálmason og Snorri Rafn William Davíðsson
Keppandi okkar í 1. Þrepi kvenna er Lilja Guðrún Gunnarsdóttir og átti hún mjög fínt mót.
Glæsilegur árangur hjá okkar keppendum um helgina!




