fbpx

Tvenn silfurverðlaun á haustmóti í hópfimleikum

15153125_10154920639809095_1711718149_o

Seinna haustmótið í hópfimleikum fór fram á Akranesi um helgina en keppt var í fyrsta og öðrum flokki í hópfimleikum. Gerpla sendi þrjú lið til þátttöku í tveimur flokkum og var keppnin bæði jöfn og spennandi.
Lið Gerplu 2 sem keppti í öðrum flokki endaði í 9.sæti af fjórtán liðum og lið Gerplu 1 sem keppti í sama flokki var grátlega nálægt gullinu en þær enduðu í 2.sæti. Aðeins 0,05 stiga munur var á milli fyrsta og annars sætis. Liðin eiga klárlega inni og mæta klár í febrúar þegar þau keppa á heimavelli.
Í 1.flokki var keppnin einnig mjög hörð en Gerplustúlkur tóku silfrið eftir mjög svo harða keppni við lið Stjörnunnar og Fjölnis. Þær sýndu flottar æfingar og munu koma enn sterkari til leiks á bikarmótið í febrúar.
Það var ánægjulegt að sjá hvað liðin skemmtu sér vel á Skaganum og ekki skemmdi fyrir frábær árangur Gerplustúlkna. Það er ljóst að það er spennandi vetur framundan í hópfimleikunum. Meðfylgjandi eru myndir af liðum helgarinnar og hluta af þjálfarateyminu. Áfram Gerpla!

15182414_10154920639779095_1955595897_o 15134034_10210563316141806_1891524120_o15174548_10210549720161915_782818987_n

You may also like...