Börn að 18 ára aldri með lögheimili í Kópavogi eru tryggð á skipulögðum æfingum og keppni undir stjórn þjálfara frá Gerplu.
Upplýsingar um tryggingu Kópavogsbæjar:
Kópavogsbær er með tryggingu hjá VÍS sem felur í sér að öll börn undir 18 ára aldri sem taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi eða annarri skipulagðri félagsstarfsemi í Kópavogi eru slysatryggð.
Vátryggingin tekur til skipulagðrar starfsemi þess félags sem getið er um í vátryggingarskírteini auk ferða til og frá heimili vegna starfseminnar, t.d. íþróttaæfinga, og ferða innanlands á vegum viðkomandi félaga, t.d. keppnisferða.
VÍS greiðir einnig bætur vegna slyss sem vátryggður einstaklingur verður fyrir og gildir þá einu hvernig slysið ber að eða hver á sök á því eða hvort slysið verður við nám eða leik. Forsendur bótanna eru andlát, varanleg læknisfræðileg örorka og kostnaður vegna slyss, t.d. tannbrots. Með kostnaði er þó eingöngu átt við þann kostnað sem ekki fæst endurgreiddur hjá Tryggingastofnun ríkisins.
Vátryggingartaka, íþrótta- eða tómstundafélagi í Kópavogi, er gert að halda skrá yfir vátryggð börn sem falla undir vátrygginguna.
Við hvetjum foreldra og forráðamenn barna og unglinga til að kynna sér þennan samning og vátryggingarskírteini og skilmála þessarar tryggingar. Gögn þessi má finna á í skjölum hér að neðan.
Ef slys ber að höndum þarf að senda tilkynningu rafrænt gegnum heimasíðu VÍS.
Upplýsingar um tryggingar íþróttaslysa er að finna hér
Iðkendur eldri en 18 ára þurfa að athuga sín tryggingamál heimafyrir.