Upphaf vetrarstarfs – UPPÆRT
Íþróttafélagið Gerpla mun hefja vetrarstarf sitt frá og með sunnudeginum 26. ágúst.
Skipulag og uppsetning á hópum verður send út um leið og búið er að yfirfara öll gögn. Verið er að senda stundaskrár til allra hópa og einnig eiga þeir sem eru á biðlista að fá tölvupóst frá okkur fyrir helgi.
Starfsfólk Gerplu hefur nýlega tekið upp nýtt skráningar og greiðslukerfi sem verið er að koma í gagnið og því hefur vinnan tekið lengri tíma heldur en undandarin ár. Á föstudag verður síðan sem tekur við greiðslum virk og þá er hægt að ganga frá æfingagjöldum.
Við ítrekum þakkir okkar fyrir biðlundina sem iðkendur og forráðamenn hafa sýnt okkur undanfarna daga.
með kveðju
Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri