fbpx

Valgarð og Martin Bjarni Íslandsmeistarar í fjölþraut

Íslandsmótið í áhaldafimleikum fór fram í Laugardalshöll í dag. keppnin var jöfn og spennandi í öllum flokkum. Valgarð Reinhardsson varði Íslandsmeistaratitilinn frá síðasta ári en Eyþór Örn Baldursson veitti honum harða keppni og var 1,535 stigum á eftir honum en Valgarð sigraði með 74,232 stig. Í fullorðinsflokki kvenna var keppnin mjög jöfn og spennandi. Irina Sazonova frá Ármanni  sigraði með 50,05 stig og Dominiqua Belányi einnig frá Ármanni varð í 2.sæti með 48,2 stig. Gerplustúlkurnar Agnes Suto Tuuha og Thelma Aðalsteinsdóttir urðu svo hnífjafnar í 3.sæti aðeins 0,05 stigum á eftir Domino með 48,15 stig. Agnes hafði betur gegn Irinu á Bikarmóti en hún var með dýr mistök á slánni í dag sem kostuðu sitt. Í unglingaflokki karla sigraði Martin Bjarni annað árið í röð en hann var með samtals 73,932 stig en Ármenningurinn Jónas Ingi Þórisson varð í 2.sæti rúmum þremur heilum stigum á eftir. Í unglingaflokki sigraði Vigdís Pálmadóttir úr björk og röðuðu Bjarkarstúlkur sér í efstu þrjú sætin í unglingaflokki kvenna. Hlutskörpust Gerplustúlkna í unglingaflokki varð Sunna Kristín Gísladóttir með samtals 42,8 stig í 9.sæti. Gerpla átti margar ungar og efnilegar sem kepptu á sínu fyrsta Íslandsmóti í frjálsum og fer þetta mót í reynslubankann. Flestir keppendur Gerplu taka þátt í úrslitum á áhöldum sem fram fara á morgun sunnudag og hefst keppnin klukkan 14:30. Þá verður barist um Íslandsmeistaratitla á einstökum áhöldum. Mótið var hið glæsilegasta og umgjörðin til fyrirmyndar. Það er frábært að keppendur fái að keppa í höllinni við svona glæsilegar aðstæður. Við í Gerplu erum afar stolt af árangri iðkenda í dag og óskum þeim og þjálfurum innilega til hamingju.

Úrslit má sjá hér: Unglingaflokkur_KVK_-_fjolthraut Unglingaflokkur_KK_-_fjolthraut Karlaflokkur_-_fjolthraut Kvennaflokkur_-_fjolthraut

 

You may also like...