fbpx

Vorsýning Gerplu 2018

Íþróttafélagið Gerpla stendur fyrir glæsilegri vorsýningu ár hvert þar sem fimleikasalnum er breytt í leikhús og iðkendur félagsins sýna listir sínar.

Vorsýningin er hápunktur vetrarins og því mikill spenningur í iðkendum og þjálfurum félagsins.

 

Vorsýning Gerplu 2018 er haldin 1.-2.júní í Versölum og í ár ber sýningin heitið Leitin að Skellibjöllu.

Alls eru 5 sýningar en iðkendum er skipt niður á þær sýningar.

Nánari upplýsingar um sýningardag iðkanda, miðasölu og miðaverð verður sent út á tölvupósti á næstu dögum.

Við hvetjum alla til að mæta og sjá allt okkar glæsilega fimleikafólk vinna saman og sýna listir sínar.

Sýningastjórar í ár eru Rakel Másdóttir og Gunnur Líf Gunnarsdóttir.

 

 

You may also like...