Yfirþjálfari gólfæfinga hópfimleika
Michal Říšský hefur tekið við nýrri stöðu í Gerplu sem snýst um að hafa yfirumsjón með gólfæfingum hópfimleika í félaginu.
Í hópfimleikadeild Gerplu eru fjöldi keppnisliða og margir sem koma að dansþjálfun liðanna. Til að gæta að samræmingu milli liða og markvissri vinnu í kringum liðin töldum við mikilvægt að fá einhvern til að halda utan um verkefnið og var Mikki klár í það.
Mikki hefur mikinn áhuga og reynslu á gólfæfingum og var hann því tilvalinn í þetta hlutverk. Við bindum miklar vonir við hans störf og hlökkum til að sjá hann blómstra í þessu verkefni.
![](https://www.gerpla.is/wp-content/uploads/2025/01/2Z6A0286-5K-edited-scaled.jpg)